Sunday, December 5, 2010

Sjónvarps-mis


Lókalsjónvarpsstöð í Ohio ætlaði að vera sniðug í grafíkinni eftir leik Cleveland og Miami á dögunum.
Ok, þetta er dálítið sniðugt hjá þeim, en hefði verið betra ef nafn Dwyane Wade hefði verið stafsett rétt.

Væri gaman að sjá svona á Íslandi. Bitrir sjónvarpsmennirnir á ÍR-TV myndu þá bjóða upp á "Hreggviður Magnússon, aðstoðarmaður Pafels Ermolinskij."

Það er auðvitað hroki af okkar hálfu að skamma fólk fyrir að stafsetja nafn Wade vitlaust. Við skrifuðum nafnið hans líka DWAYNE fyrstu misserin áður en við föttuðum að það var rangt. Eftir það kölluðum við hann Dví-aní Wade. Foreldrum hans var nær.

Svona er þetta til dæmis með Stoudemire-nafnið. Damon var StoudAmire, en Amare er StoudEmire. Meira ruglið. Og þrátt fyrir ótal skot, ætlum við aldrei á setja þessa bölvaða kommu inn í nafnið hans Amare. Hann hefur ekki unnið sér inn fyrir því að fá að breyta nafninu sínu - ekki frekar en Chris Jackson og Brian Williams á sínum tíma.

Millinafn Damon Stoudemire? LAMON. Það er ekki hægt að skálda svona lagað.