Thursday, December 2, 2010
Hefur þú áhyggjur?
Meistarar LA Lakers töpuðu sínum fjórða leik í röð í nótt. Það er gríðarlegt áhyggjuefni.
Ef þú ert sammála þessari fullyrðingu, hefurðu líklega byrjað að halda með Lakers í gær eða fyrradag.
Ok, það kemur dálítið illa út fyrir okkur að liðið sé búið að vera með drulluna í hárinu síðan við vorum að mæra það hérna fyrir nokkrum dögum. En það skiptir ekki máli. Og þú veist það ef þú heldur með Lakers.
Hallærislegt að þurfa að vera að afsaka Pau Gasol líka. Af því við vorum líka að hrósa honum um daginn.
Hann er tognaður aftan í læri ræfillinn og er að spila allt of margar mínútur (drullaðu þér í vinnuna, Andrew Bynum). Það útskýrir slömpið sem hann hefur verið í undanfarna daga.
Það segir kannski sitt um það á hvaða stall Gasol er kominn þegar fjölmiðlar gera sér svo mikinn mat úr því að hann skuli ekki eiga fullkominn leik á hverju kvöldi.
Það er allt í lagi þegar það kemur fyrir Kobe Bryant.
Þetta er orðin nógu löng hugleiðing. Hættu undir eins að hafa áhyggjur af Lakers ef þú hefur þær. Hringdu í okkur ef liðið tapar fjórum í röð í vor. Þá skulum við örvænta. Samt ekki.