Thursday, December 2, 2010

Æ fleiri taka eftir því að Westbrook er að spila körfubolta


Þetta er Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder. Piltur á sínu þriðja ári í deildinni. Hefur aldrei spilað betur en nú.

24 stig, 8,6 stoðsendingar, 5 fráköst og 2 stolnir að meðaltali gefa ákveðna mynd af því

Menn eiga það til að gleyma/sleppa Westbrook þegar rætt er um bestu leikstjórnendur í deildinni.

Haldi hann áfram að spila svona, breytist það fljótlega. Westbrook er ekki þessi hefðbundni miðjubakvörður, en mikið fjandi er hann sterkur leikmaður og skemmtilegur á að horfa.

Frammistaða hans í sigri Oklahoma á New Jersey í þríframlengdum þriller í nótt (38 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar) skemmir ekki málstaðinn. Kevin Durant ætti kannski að taka sér oftar frí.