Thursday, December 16, 2010

Chicago gengur illa að halda mönnum heilum til að spila körfubolta


Þú ert væntanlega búinn að sjá fréttirnar um Joakim Noah, miðherja Chicago Bulls.

Pilturinn þarf í uppskurð vegna meiðsla á fingri og talið er að hann verði frá keppni í allt að tíu vikur.

Það er í raun ekkert hægt að segja við þessu annað en fokk.

Ætlar enn eitt tímabilið virkilega að fara í vaskinn hjá Bulls út af meiðslum? Fyrst Carlos Boozer og nú Noah. Og gleymum því ekki að Derrick Rose er lurkum laminn líka.

Chicago fær ekki meiri slaka frá stuðningsmönnum sínum. Liðið var grátlegt í allt of langan tíma eftir Krist og við tók langt tímabil þar sem það var bara efnilegt.

Nú er búið að sprengja þetta upp og byrja upp á nýtt. Nú eru alvöru menn til staðar, kjarni sem byggður er á Rose, Noah og Boozer.

Nú á þetta lið að byrja að vinna og komast upp úr fyrstu og jafnvel annari umferð í úrslitakeppninni.

En þá þurfa menn auðvitað að halda heilsu. Við skulum vona að Bulls taki meiðslavesenið sitt út á fyrriparti þessarar leiktíðar og komi öskrandi heilt til leiks í úrslitakeppninni. Við þurfum á því að halda. Þetta er bara skemmtilegt lið.