Thursday, December 16, 2010
Paul Pierce er frekar leiðinlegur körfuboltamaður
Af virðingu við lesendur og umfangsefnið reynum við að sleppa því að bölsótast út í leikmenn í NBA deildinni.
Drekkum helst ekki andúðarelexírinn nema kannski þegar leikmenn eru ekki að vinna fyrir kaupinu sínu.
Einn er þó sá leikmaður sem fer öðrum fremur í taugarnar á okkur.
Það er Paul Pierce.
Ekki misskilja, Pierce er frábær spilari og í raun stórlega vanmetinn úrvalsleikmaður. En mikið óskaplega er auðvelt að láta hann fara í taugarnar á sér.
Þannig skemmdi hann alveg fyrir sér í nótt þegar hann kláraði Knicks með körfu þegar innan við sekúnda var til leiksloka. Mjög flott hjá honum.
En við þurftum í framhaldi af því að horfa á hann ögra hverjum einasta áhorfanda í Madison Square Garden með því að skokka í hring á vellinum og hneigja sig hæðnislega. Svo kemur viðtalið við Doris Burke.
Pierce er með rödd sem í besta falli minnir á sæljón um fengitíma og er með glott sem öskrar "Ég er um það bil vanasti maður í sögu mannkynsins."
Þá eru ótalin hjólastólaepisódin hans og flopp. Vá, hvað aumingja drengurinn er óþolandi. Við höfum fengið fullt af Celtics-mönnum til að viðurkenna það. Pierce er svo leiðinlegur leikmaður að það kostar okkur gríðarlega fyrirhöfn að njóta þess að sjá hann spila. Það verður ekki gaman fyrr en á vorin og sumrin þegar allt er undir og þá er hann vanur að skila sínu, helvískur.