Wednesday, November 24, 2010

John Wall stimplar sig inn


Washington og Philadelphia áttust við öðru sinni í vetur á heimavelli fyrrnefnda liðsins í gærkvöld.

Þessi fór eins og fyrri leikurinn - Washington vann eftir framlengdan leik og dramatískar lokamínútur.

Lokatölur í venjulegum leiktíma voru 106-106 í báðum leikjum en Wizards reyndust svo sterkari á síðustu fimm mínútunum.

John Wall lék aftur með Washington eftir meiðsli og það var hann sem knúði framlengingu með því að hitta úr þremur vítum í röð og jafna skömmu fyrir leikslok. Mjög flott að sjá svona nýliða koma inn og standa sig undir pressu.

Evan Turner hjá Philadelphia fékk smá skít fyrir að klikka á báðum vítunum sínum áður en Wall jafnaði leikinn, en hann var samt búinn að vera allt í öllu hjá Sixers á lokasprettinum. Höfum ekki áhyggjur af honum.