
Við erum rosalega veik fyrir þreföldum tvennum eins og þið vitið og því langar okkur að færa Josh Smith fallegan blómvönd í tilefni af 18/14/10 leiknum hans í sigrinum á Chicago í kvöld.
Öskubuskurnar í Memphis eru búnar að tapa 4 af 5 og lágu síðast í kvöld heima fyrir þrautreyndum öskubuskunum frá Houston.
Dallas er líka búið að tapa 4 af 5 og er fyrir vikið að missa þriðja sætið í Vesturdeildinni. Mark Cuban er sagður sofa með tvo gemsa límda við höfuðið fram að lokun félagaskiptagluggans.
Það er orðið flókið mál að greina toppbaráttuna í Austurdeildinni og nú síðast drullaði Orlando yfir okkur með því að tapa heima fyrir Washington! Skrítið að Orlando skuli tapa þrátt fyrir stórleik Vince Carter í sókninni (5 af 17 í skotum). Dwight Howard er reyndar farinn að eiga einn og einn þokkalegan leik, en við erum ekki hætt að fokka í honum. Fjarri því.
New Orleans verður án Chris Paul næstu 4-6 vikurnar og er því fullkomlega engan veginn að fara í úrslitakeppnina.
Og svo er orðið allt of langt síðan við sögðum ykkur að Detroit er rusl!