Eins og fram hefur komið liggur nú endanlega fyrir hvaða leikmenn verða fulltrúar austurs og vesturs í Stjörnuleiknum. Nokkrar deilur hafa verið um valið að þessu sinni og til að mynda hnakkrifust þeir Kenny Smith, Chris Webber og Charles Barkley um málið á TNT í gær.
Við erum svo löt og áhugalaus að við nennum ekki að rífast um það hvort David Lee og Chauncey Billups áttu að komast í stjörnuleikinn eða ekki - og hvort það sé eðlilegt að 20/10 menn í vestrinu sitji heima í sófa og borði 1944 rétti meðan Al Horford spilar í stjörnuleik. Við látum ykkur það eftir.
Það verður hinn síkáti George Karl hjá Denver sem þjálfar lið Vesturdeildarinnar. Phil Jackson er með betri árangur með Lakers en þjálfaði vesturliðið í fyrra og kemur því ekki til greina.
Enn á eftir að koma í ljós hver sér um austurliðið. Mike Brown þjálfari Cleveland kemur ekki til greina þar sem hann var með austurliðið í fyrra, en þeir Stan Van Gundy, Doc Rivers og Mike "Væri þér sama þó ég geymdi augabrúnirnar á mér í öskubakkanum hjá þér" Woodson eru nánast hnífjafnir með lið sín í töflunni.
Hér fyrir neðan eru stjörnuliðin í heild sinni: