Annað við Sacramento sem hefur komið okkur á óvart er stórleikur Kenny Thomas gegn Phoenix Suns í gærkvöldi. Kappinn hirti 18 fráköst af bekknum. Það er aldarfjórðungur síðan varamaður Kings hefur tekið svo mörg fráköst í einum leik.
Thomas hefur vægast sagt verið í feluleik og hefur ekki spilað alvöru mínútur í þrjú ár. Það eina sem hefur komið honum í fréttirnar er sú staðreynd að hann er með fáránlegan samning og fær nærri níu milljónir dollara í laun í ár. Hefur ekki verið nefndur á nafn nema sem uppfyllingarefni í félagaskiptum.
Og hvenær hirti Kenny Thomas síðast meira en 18 fráköst í einum og sama leiknum?
Vorið 2003.
Við ætlum því að leika lítið lag fyrir Kenny Thomas í tilefni þess að hann er að fá að vinna aðeins upp í launin sín hjá Sacramento.