
Er það ekki krúttlegt þegar litlu skinnin börnin okkar koma til okkar, toga í buxnaskálmar og pilsfalda og spyrja stareyg og saklaus; "Mamma/Pabbi, hvaða leikur er á NBA TV í nótt?"
Jú, við könnumst öll við þetta. Við hérna á NBA Ísland höfum því ákveðið að grípa í taumana og setja hlekk á síðuna okkar þar sem þið getið glöggvað ykkur á dagskránni. Hlekkurinn er á hægri spássíu undir dálknum "Um NBA Ísland."
Allir þeir sem hafa gaman af NBA körfuboltanum, en samkvæmt nýjustu tölum eru þeir ríflega 270.000 á Íslandi, lesa auðvitað NBA Ísland daglega og því er þægilegt fyrir þá að vita að hér má nálgast dagskrá NBA TV - með aðstoð heimasíðu Stöðvar 2 auðvitað. Hreint ekki allir sem vissu þetta.