
Í fyrri hálfleiknum komu nákvæmlega 70% af körfum New Orleans eftir stoðsendingu frá Paul.
Spurning hvort liðið er orðið of háð honum. Okkur er alveg sama. Þetta er bjútifúl. Eins og að spila 2K í arcade mode. Hvenær náði einhver síðast 30/20/10 leik í NBA?

Við erum búin að stríða honum svo mikið að við verðum að gefa honum kódós þegar hann gerir vel. Það breytir þó engu um skoðanir okkar á Washington.

Afrek hjá Boston að tapa leiknum sem við vorum að tala um í færslunni hér fyrir neðan. Afrek. Og Elton John-Brand skoraði sigurkörfuna upp úr einum af viðbjóðslega tilviljana- og fálmkenndum sóknaraðgerðum Sixers í lokin.
Við vitum ekki hvað Eddie Jordan er að gera með Sixers-liðið og það er alls óvíst að hann viti það sjálfur.