Ekki halda að við séum ekki með móral yfir því hvað við sinnum ykkur lesendum illa þessi dægrin, þegar sauðburðurinn er þegar hafinn hér heima og línur að skýrast inn í úrslitakeppnina í NBA deildinni. Þess vegna ætlum við að taka hér stutta vörutalningu, smá yfirlitsflug og skoða hvað er að gerast í NBA núna. Hvað skiptir máli og hvað ekki, hvað er áhugavert og hvað ekki. Allur sá djass.
Byrjum fyrir austan. Við byrjum alltaf þar, af því það er... þið vitið. Austrið. Áður en lengra er haldið er rétt að vara ykkur við því að þessi pistill, sem hugmyndin var að yrði 2.000 orð til að byrja með, er reyndar nær því að vera 20.000 orð.
Æ, þið vitið hvernig þetta er stundum. Við höfum náttúrulega ekki skrifað mikið að undanförnu og ekkert gengur að fá fólk í hlaðvarp, svo þið verðið þá bara að sætta ykkur við að fá svona aurskriðu af pistli í andlitið í dag í staðinn.
Ekki gleyma því að þetta er allt ókeypis ennþá og ef þú nennir ekki að lesa nema t.d. hvað við segjum um liðið þitt, þá geturðu bara skrollað niður, lesið það og drullað þér út. Ekkert vesen. Drífum okkur í að skoða liðin og hvað er að gerast. Fyrst austur.
Austurdeildin okkar er búin að vera dálítið undarleg að undanförnu. Lið að hóta því að fara fram úr Cleveland í töflunni, en ekkert þeirra er enn búið að taka fram úr LeBron og félögum af því þau eru ekki nógu góð til að gera það - og það þó Cleveland sé búið að rétta þeim lyklana að toppsætinu og bjóða þeim að taka fram úr sér - og fá ís í eftirmat.
Með þessu ranti erum við svo sem ekki að drulla yfir það sem Boston, Washington og ætli við verðum ekki að segja Toronto, eru að reyna að gera. Þau eru bara ekki betri en þetta greyin.

Ætlar eitthvað af þessum liðum þarna í austrinu að gera meira en að vera sæt og vinna tvo leiki á móti LeBr... eh, Cleveland, í úrslitakeppninni?
Stutta svarið er nei. Og það þrátt fyrir að Cleveland hafi verið að sýna á sér ákveðin veikleikamerki í vetur, t.d. með því að tapa annað slagið körfuboltaleikjum.
Það eru búin að vera mikil meiðsli í liði Cleveland og þar er mikið af nýjum mönnum sem þarf að slípa inn í prógrammið - og þeir eru misgóðir og missprækir auðvitað.
En þið vitið jafnvel og við að ef LeBron James verður í þokkalegu standi í úrslitakeppninni og meðreiðarsveinar hans með lágmarks meðvitund, er ekkert lið í austrinu ennþá sem getur sent hann í sumarfrí. Það er bara þannig.

Það er bara þannig og þið vitið það, þó lið eins og Boston, Washington og Toronto séu örugglega alveg til í að lemja Cleveland-menn aðeins á leið sinni í úrslitin að þessu sinni.
Þau eru bara öll einum eða tveimur góðum leikmönnum frá því að gera einhverja alvöru úr því eins og staðan er í dag.
Við skulum pæla betur í þessu þegar úrslitakeppnin byrjar og við sjáum meiðslalistana hjá liðunum sem um ræðir. Þeir ráða þessu auðvitað alltaf, alveg sama hvort það er í austri eða vestri. Því miður.
P.s. - Jú, jú, við erum alveg búin að sjá hvað Miami er búið að vera að gera undanfarið. Það sem gerðist þar var að Dwyane Wade fór og Spoelstra þjálfari rétti Goran Dragic boltann og raðaði skyttum í kring um hann.
Þessi hópur ógæfumanna hefur heldur betur smollið saman undir öruggri stjórn frábærs þjálfara sem fólk var búið að gleyma að væri frábær. Niðurstaðan er heitasta lið Austurdeildarinnar síðan um áramót eða svo. Magnað og skemmtilegt - ekkert að þessu.
Þetta er samt orðið yfirdrifið nóg af rausi um þessa Austurdeild og þú veist það. Drífum okkur aftur vestur. Það er eina vitið. Byrjum á því að skoða toppliðin og höldum svo hægt en örugglega niður töfluna. Mikið hrikalega erum við fegin að það eruð þið en ekki við sem þurfið að lesa allt þetta torf, lol...
Hlutirnir eru alltaf skemmtilegri í vestrinu og þeir eru það líka í dag, þó að uppröðun liða í úrslitakeppnina hafi að hluta til verið fyrirsjáanleg um hríð. Auðvitað hreppa erfiðleikar Golden State allar fyrirsagnir fjölmiðlanna og það er eðlilegt. Það er fréttamatur þegar ofurlið hiksta í fyrsta sinn, þó það nú væri.
Það sem er að gerast hjá Golden State, fyrir utan það að einn besti körfuboltamaður heims, sem liðið er búið að vera að púsla inn í sóknarleikinn sinn í allan vetur, er núna meiddur af því að floppandi auminginn sem á að heita miðherjinn hans kastaði sér á hnéð á honum eins og fáviti.

Flúk meiðsli gerast, en það var ekkert flúk við það hvernig þetta gerðist hjá Durant ræflinum. Pachulia kastaði sér á hnéð á honum eins og floppandi, grenjandi, vælandi, dúkkulísan sem hann er.
Og úr því við erum að óhreinka okkur við það að tala um Zaza Pachulia á annað borð... hefur einhver séð hann klára skot í teignum í vetur? Nei, svona í alvöru?
Ef maðurinn fær boltann í teignum, kjúar hann Imp-inn í Doom 2 gólið sitt og hendir boltanum eitthvað út í loftið!
Ef hann fær boltann nálægt hringnum, gefur hann tuðruna frekar á lítinn bakvörð undir körfunni en að drullast upp og slútta eins og fullorðinn einstaklingur!
Þetta er gjörsamlega óþolandi! Í guðanna bænum grow a pair, þarna georgíska grænmetisætan þín!

Þú skalt ekki voga þér að gera lítið úr þessu, lesandi góður. Zaza Pachulia er óþolandi íþróttamaður á Diego Costa-mælikvarða, bara á dálítið ólíkan hátt.
Costa er aðallega óþolandi af því hann er &@&$&xx%$$&x; en Pachulia er óþolandi af því hann er svo mikill aumingi.
Það var stundum átakanlegt að horfa á Andrew Bogut athafna sig í kring um körfuna í sóknarleiknum þegar hann mannað miðjuna hjá Warriors, en hann gat amk slúttað þegar færi gafst. Bara PAKKAÐ tuðrunni þegar hann fékk hana í teignum!
Zaza gæti ekki pakkað kókópöffsi þó hann missti það í klofið á sér á meðan hann er að horfa á endursýninguna á Glee-maraþoninu sínu. Ekki dissa þetta. Þetta skiptir máli.
Það er svo hrikalega fagurfræðilegt turn-off að sjá svona trúð eins og Pachulia eiga að reka endahnútinn á sóknir hjá svona fallegu körfuboltaliði. Við vitum alveg að hann er ekkert að gera mikið af því að reyna að skora (hann forðast það reyndar eins og hann getur), en við þurfum ekki að sjá nema 3-4 svona grenjur frá honum til að fara í vont skap og byrja að hugsa um að skipta yfir á Útsvar eða hreinlega bara á næsta Brooklyn-leik!
En ókei. Eigum við þá sem sagt að hafa áhyggjur af liði Warriors, úr því það er nú allt í einu farið að tapa körfuboltaleikjum eins og venjuleg lið lenda í reglulega?