
Þetta var að sjálfssögðu árið 1998 og það er einmitt árið sem Tim nokkur Duncan kom inn í NBA deildina, hrifsaði til sín pennann og byrjaði að breyta NBA sögunni.
Árið áður, vann San Antonio aðeins 20 leiki í deildakeppninni, þegar David Robinson var meiddur og Spurs-liðið skipti með mestu ánægju um gír og tankaði hressilega. Fyrir vikið fékk það Duncan í skóinn og síðan hefur allt verið hönkí-dorí.
San Antonio er þegar búið að vinna 50 leiki í deildakeppninni nú og er þetta hvorki meira né minna en SAUTJÁNDA árið í röð sem Spurs nær þessum frábæra árangri.

Vinningshlutfallið var hinsvegar svo gott að liðið hefði ekki verið í neinum vandræðum með þetta. Sjáðu bara síðasta verkbann, þar sem aðeins voru spilaðir 66 leikír í deildakeppninni.
San Antonio vann SAMT fimmtíu leiki.
Þetta er rugl.
Við getum meira að segja farið aftar i söguna og þá kemur í ljós að Spurs hefur unnið 50 leiki eða meira á 20 af síðustu 21 árum í NBA deildinni.
Það þarf vart að taka fram að ekkert lið í sögunni hefur náð viðlíka árangri/stöðugleika.
Þessi klúbbur er eins og lygasaga. Á eflaust eftir að verða samkeppnishæfur í tíu ár í viðbót með þennan mannskap. Hverjum kæmi það svo sem á óvart...