Fjölnismenn unnu í kvöld magnaðan sigur á Tindastól frá Sauðárkróki 95-78 í 1. deildinni. Stólarnir voru taplausir (12-0) fyrir leikinn og því engin furða að heimamenn fögnuðu vel eftir sigurinn.
Skagfirðingarnir eru enn á toppi 1. deildar en Fjölnismenn í 3.-4. sæti með Héraðsbúunum í Hetti. Töff sigur hjá Grafarvogspiltum, með þá Emil Þór og Pál Fannar í fararbroddi.
Davíð Ingi Bustion er líklega eini leikmaðurinn í 1. deildinni sem getur komið inn af bekknum í 12 mínútur og náð bæði að hirða 10 fráköst og gera allt vitlaust á vellinum með báráttu sinni.
Okkur leiddist ekki að horfa á Darrell Flakes spila fyrir Stólana. Kappinn lék fyrst hér á Íslandi sem atvinnumaður rétt áður en ljósaperan var fundin upp. Algjör meistari.
Af hverju er ekki til blogg á Íslandi sem heitir Skallabletturinn á Darrell Flake?
Við hentum hér inn nokkrum