Thursday, January 9, 2014

Nýtt hlaðvarp




















Nýtt hlaðvarp var að detta í loftið hjá okkur. Hér er um að ræða 17. þátt þar sem gesturinn er skotbakvörðurinn knái Kjartan Atli Kjartansson hjá Stjörnunni. Kjartan tilkynnti í gær að hann væri hættur að spila í úrvalsdeildinni og ætlar að einbeita sér að þjálfun í framtíðinni.

Baldur Beck ræddi við Kjartan (í einn og hálfan klukkutíma) um sigrana og töpin, meðspilara og andstæðinga, sterkustu liðin, ólíkar þjálfunaraðferðir, um uppgang körfuboltans í Garðabæ og viðureignir hans og viðhorf í garð Keflvíkinga. Kjartan hefur verið áberandi hjá Stjörnunni í mörg ár og spilaði með liðinu áður en það vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Það er því engin tilviljun hve sterkar taugar hann ber til félagsins.

Undir borðanum efst á síðunni sem þú ert að lesa er hnappur sem á stendur "Hlaðvarp." Ef þú styður á hann, ferðu inn á samnefnda síðu og kemst í gotteríið. Ef þér er fyrirmunað að átta þig á því hvernig þú ferð inn á hlaðvarpssíðuna, er ekki annað í stöðunni en að smella hér og vona það besta. Góða skemmtun.