
Hluta af ógæfunni er reyndar hægt að skrifa á hann sjálfan. Hvaða heilvita maður haldið þið að taki saman við (athygli, vændiskona) úr Kardashian-fjölskyldunni? Og verandi þunglyndur fyrir.
Okkur brá þegar við sáum nýjustu myndirnar af Lamar karlinum. Það er eins og hann hafi horast og sé hálf tekinn í framan. Sagan segir að hann hafi verið að taka á því í fíkniefnadeildinni. Það er hraðbraut til helvítis.
Einn af sölumönnum dauðans heldur því fram að Odom hafi mokað kóki fyrir sex milljónir króna í ranann á sér á þremur árum.
Dónalegt að segja það, en útlitið á Odom minnti okkur dálítið á enska miðjumanninn Paul Gascoigne þegar hann horaðist upp í neysluköstunum sínum.
Neyslukast er ekki alvöru orð, en við finnum ekkert betra til að lýsa veikindum Gazza. Hann tekur fíkn og misnotkun á svo miklu hærra plan en venjulegir fíklar og alkohólistar.

Gazza gæti fyrirvaralaust byrjað að misnota bláan Ópal eða brokkolí. Hann er það veikur einstaklingur.
Eins og áður sagði, er því haldið fram að Odom sé búinn að vera í kókaínneyslu í allt að þrjú ár.

Odom átti frábært tímabil árið 2010-11 sem var hans síðasta með Los Angeles Lakers, en þegar honum var svo skyndilega skipt til Dallas, hrundi tilvera hans á einu bretti og ástríða hans fyrir körfubolta sömuleiðis. Þessi gæðaleikmaður varð skyndilega labbakútur.
Síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá vini okkar, sem er nú bókstaflega kominn í ruglið er marka má fréttir af eiturlyfjaneyslu hans, þunglyndi og Kardashian-raunum.
Þetta er leiðindamál, því Odom er góður strákur. Við vitnum því bara í Tony Soprano:
"Hvað getur maður svo sem gert?"