Saturday, June 22, 2013
Meistararnir losuðu 12 milljónir á barnum
Tvöfaldir meistarar Miami Heat héldu að sjálfssögðu vel upp á sigurinn á San Antonio í lokaúrslitum NBA deildarinnar á fimmtudagskvöldið. Þegar búið var að skvetta öllu kampavíni sem til var í búninngsklefanum langt upp á loft og veggi, var haldið á næturklúbbinn Story (Hótel Sögu).
Þar hélt keyrslan áfram fram undir morgun og rekningurinn á barnum fór yfir tólf milljónir króna. Innifalið í því voru einar 100 flöskur af Domma. Pollrólegt. Eigandi Story gerði sér svo lítið fyrir og reif reikninginn og sagði að veigarnar væru í boði hússins. Alvöru maður.
Hérna eru nokkrar myndir af leikmönnum Miami og viðhengjum á tjúttinu á fimmtudagskvöldið. Þar má sjá leikmenn Heat með rapparanum Digranes-Drake og þá rak Danny Green hjá Spurs inn nefið og heilsaði upp á meistarana.
Neðsta myndin er af Dwyane Wade daginn eftir djammið og ekki laust við að hann virki dálítið timbraður. Efsta myndin er hinsvegar af Shane Battier og fylgdarliði hans, sem gerði sér heldur betur dagamun og skellti sér á Denny´s til að halda upp á titilinn. Grjótharður nagli sem lifir á brúninni.
Efnisflokkar:
Heat
,
Keyrum þetta í gang
,
Lokaúrslit
,
Ölvun og dólgslæti
,
Titlar
,
Úrslitakeppni 2013
,
Veigar Guðanna
,
Wagga-wagga-wagga
,
Þetta er ungt og leikur sér