Það er eitt að geta hoppað hátt - annað að hafa stjórn á hlutunum þegar upp er komið. Troðslan hans Harrison Barnes hjá Warriors yfir Anthony Randolph hjá Nuggets lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu, en þegar þú skoðar endursýninguna, sérðu hvað hér er um magnaða flugleikni að ræða. Viðbrögð liðsfélaga hans eru líka stórkostleg.
Mögnuð tilþrif hjá stráknum, í mögnuðum leik hjá Warriors. Það fer ekki hver sem er til Denver og lúskrar á heimamönnum, en það tókst Warriors í nótt sem leið.