
Leikstíll hans er blanda af Dwyane Wade og LeBron James þegar báðir voru upp á sitt besta.
Hann minnir á Wade á þann hátt að hann lætur sig vaða í allt og er ekkert að hugsa um afleiðingarnar.
Minnir á James af því hann er svo óhugnalega sterkur. Tekur snertingu og högg vel og er eins og naut í teginum þó hann sé sannarlega ekki hár í loftinu.
Þá er alltaf stutt í næstu tilþrif hjá kappanum með þennan stökkkraft, anda og ímyndunarafl.
Aðeins menn eins og Bledsoe geta orðið innblástur að svona vitleysisgangi eins og hér fyri neðan.