Stórvinur ritstjórnarinnar, séra Guðni Már Harðarson, stundar nú nám í Minnesota í Bandaríkjunum. Guðni er ekki aðeins gull af manni heldur mikill áhugamaður um íþróttir og verður sérstakur heiðursfulltrúi NBA Ísland á #Úlfavaktinni í vetur.

Þá var ekki annað að gera en að bola sig í gang og William var ekki lengi að meðtaka þegar presturinn bað hann um mynd með bolinn góða á lofti.
Tvímenningarnir voru hinir hressustu eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.
Við tilkynnum hér með af miklu stolti að Derrick Williams er fyrsti NBA leikmaðurinn sem við ætlum að taka inn í Heiðurshöll NBA Ísland vegna þessa.
Williams náði sér ekki á strik á nýliðaárinu sínu með Úlfunum, en fær kjörið tækifæri til að sanna sig í fjarveru Kevin Love í byrjun þessarar leiktíðar. Við munum að sjálfssögðu hvetja hann og senda honum alla okkar bestu strauma eftirleiðis.