Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október.
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012.
Leikmenn Warriors voru auðsjáanlega spenntir. Það er alltaf tilhlökkunarefni að sá með hvaða hætti Golden State verður í kjallara Vesturdeildarinnar, hve margir af lykilmönnum liðsins meiðast og hve langan tíma það tekur að reka þjálfarann.
Svo leikur liðið auðvitað sæmilega á síðustu vikum tímabilsins þegar það hefur að engu að keppa og heldur þannig áfram að vekja falsvonir hjá stuðningsmönnum sínum - sem eiga alls ekki skilið að halda með svona sorglegu liði.
Á síðustu leiktíð byrjuðu eigendur félagsins að skipuleggja það upp á nýtt og ætla sér stóra hluti í framtíðinni. Það verður ekki auðvelt verkefni. Golden State er með botnsætið í áskrift.

Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá hvar prakkarinn David Lee var hársbreidd frá því að skipta liðsfélaga sínum Andris Biedrins á sléttu fyrir græna Lödu Sport á uppboði á netinu.