
Þetta er gjörsamlega með ólíkindum.
Við notum auðvitað hvert einasta tækifæri sem við fáum til að skjót aðeins á Austurdeildina og grípum því annað hér.
Þegar yfirstandandi keppnistímabil var um það bil hálfnað, vorum við að hugsa með okkur að kannski hefði Byron Scott bara staðið sig nokkuð vel með þetta Cleveland-lið í vetur.
Cavs verður aldrei ruglað saman við gott körfuboltalið, en það var þó farið að vinna leik og leik.

Það verður reyndar að gefa austrinu smá kúdós, því þar eru auðvitað tvö úrvalslið í Miami og Chicago og svo gæti það loksins gerst í vetur að öll liðin í austrinu sem komist í úrslitakeppni nái 50% vinningshlutfalli eða betur.
Það hefur ekki gerst í mörg ár, sem að okkar mati er dálítið neyðarlegt, meðan slatti af liðum í Vesturdeildinni hefur þurft að sitja eftir og komast ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með yfir 50% sigurhlutfall.
En það verður að hrósa mönnum þegar þeir bæta sig og Austurdeildin virðist vera að pappíra sig. Það er alveg ljómandi.
Þeir sem sjá svo ekki fram á að komast í úrslitakeppnina detta svo bara í tankinn. Það er mjög vinsælt um þessar mundir (sjá: Golden State).