Friday, February 3, 2012

Spurt og svarað í dag


Stjörnublaðamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson var líklega fyrstur manna til að bjóða upp á Spurt og svarað á Twitter síðunni sinni um daginn.

Það heppnaðist prýðilega og í kjölfarið sagðist hann ætla að skora á fleiri að gera þetta.

Í gær skoraði hann á NBA Ísland að halda Spurt og svarað á Twitter milli klukkan 12 og 14 í dag og undan því verður ekki skorast.

Reikna má með að Henry sjálfur sendi eitthvað í kring um 300 spurningar inn sjálfur og að þær verði allar með eðlilegasta móti.

Taktu endilega þátt í þessu rugli með okkur og sendu spurningu eða spurningar. Það gerir þú einfaldlega með því að skrifa spurningu á Twitter síðuna þína og henda @nbaisland inn í dæmið. Þá sjáum við hana og reynum að svara því allra eðlilegasta eftir bestu getu. Það þarf ekki endilega að snúast um körfubolta frekar en þú vilt. Tímasetningin er ekkert heilög. Við förum í að svara þessu seinnipartinn.