Saturday, January 28, 2012

Orlando er að hugsa um eitthvað annað en körfubolta


Það er eitthvað að í Orlando. Ár og dagar síðan liðið hefur spilað svona illa.

Nú er eins og það sé fagnaðarefni í hvert sinn sem liðið nær tveggja stafa tölu í stigum í leikhluta.

Öll liðin í NBA fara í gegn um ljóta kafla í vetur og það má rekja til ómannúðlegs mótahalds. En Orlando er að díla við eitthvað annað. Þetta er lið sem lifir of mikið á því að dæla upp langskotum, en það á líka að heita með besta stóra manninn.

Auðvitað eiga menn ekki að örvænta þó lið tapi fjórum af sex leikjum, sérstaklega á svona fáránlegu tímabili eins og þessu, en það er eitthvað í vatninu í Orlando núna - og það er ekki Malt.

Kannski er komið að uppgjöri hjá þeim. Kannski að taka upp símann og gera eitthvað í þessu Howard leikriti. Það er að gera ökkur öll vitlaus - og við búum á Íslandi. Getur ekki verið gaman fyrir þá sem þurfa að standa í þessu dag frá degi.