Wednesday, January 18, 2012
Álag þýðir aukin meiddi
Álagið á leikmönnum í NBA deildinni er satt best að segja fáránlegt. Og þessi fullyrðing miðast við venjulegt 82 leikja tímabil. Taflan sem hent var upp vegna verkbannsins er einfaldlega geðveiki í sínu tærasta formi.
66 leikir á rúmum 120 dögum og ekkert undirbúningstímabil. Þetta er strax farið að koma niður á leikmönnum. Fjöldi þeirra er í jakkafötunum vegna meiðsla. Það sem er á margan hátt verra er að gæði margra leikja í vetur hafa verið vægast sagt hræðileg.
Fyrst vegna þess að liðin höfðu lítinn sem engan undirbúning og síðar vegna þess að margir leikmenn eru einfaldlega búnir á því. Það er ekkert grín að spila fjórum og fimm sinnum í viku í þremur tímabeltum. Það þyrfti ekki að koma á óvart þó einhver endaði á sjúkrahúsi eftir svona klikkun, kannski bæði með slitið hné og geðveikur.
Hér fyrir neðan má sjá meiðslalista sem ESPN tók saman í kvöld. Hann er fjarri því tæmandi og aðeins til að gefa smá hugmynd um hve illa leiknir menn eru í þessari brjáluðu törn.