Tuesday, January 24, 2012
KR er komið með fullt af körfuboltamönnum
Þessi gaur var ekkert að grínast. Nýráðinn Neyðarkarl KR-liðsins Joshua Brown fór gjörsamlega hamförum þegar hann skoraði 49 stig og skaut KR-inga áfram í bikarnum eftir tvíframlengdan tryllir í DHL.
KR er allt í einu komið með helvítis helling af vopnum. Svo mörgum að breiddin í liðinu er orðin allt of mikil. Það eru ekki einu sinni til búningar fyrir stráka sem hvaða þjálfari sem er væri til í að hafa í sínum röðum. KR á eftir að verða hööörku lið þegar þessir nýju strákar spila sig inn hjá þeim. Virðast allir þrír vera spilarar.
Það er súrt að koma þessara stórspilara kosti þá sem fyrir voru mínútur og jafnvel búninga, en þeir sem ætla að fara að væla verða að hafa hugfast að þetta er KR sem við erum að tala um. KR er í þessu til að vinna. Það er nóg af veikari liðum þarna úti fyrir menn sem vilja sanna sig og spila margar mínútur. Ljótt að segja þetta, en svona er þetta bara krakkar.
Snæfell var með þennan leik á nokkrum tímapunktum líka. Sérstaklega sárnaði okkur að sjá leikstjórnanda liðsins fara illa að ráði sínu á vítalínunni og í opnum skotum á ögurstundu. En svona er þetta, það er rosalega auðvelt að sitja heima og gagnrýna. Því miður þarf einhver að tapa svona leikjum. Snæfell fær tækifæri til að hefna strax á fimmtudaginn í deildinni. Enginn ætti að missa af því.
Efnisflokkar:
Joshua Brown
,
KR
,
Snæfell