Saturday, January 7, 2012
Fjölskyldubragur
Þroskaðir NBA áhugamenn vona eflaust vel eftir honum Mychal Thompson sem var í frábæru liði LA Lakers á níunda áratugnum.
Thompson kom til Lakers árið 1987 í skiptum fyrir m.a. Pétur Guðmundsson og átti eftir að nýtast liðinu vel, þó ekki færi mikið fyrir honum.
Hann vinnur nú meðal annars við það að lýsa leikjum LA Lakers.
Thompson var valinn númer eitt í nýliðavalinu árið 1978 og var á sínum tíma einn fjögurra leikmanna hjá Lakers sem teknir höfðu verið númer eitt. Hinir voru Magic Johnson, James Worthy og Kareem Abdul Jabbar.
Tíminn er fljótur að líða og nú eru tveir af þremur sonum Thompson farnir að spila í NBA deildinni. Klay leikur með Golden State Warriors og Mychel er við það að tryggja sér sæti í hópnum hjá Cleveland, þar sem hann leikur undir stjórn fyrrum félaga föður síns hjá Lakers - Byron Scott.
Efnisflokkar:
NBA 101