Wednesday, December 14, 2011
Nær Mike Brown að fá Lakers til að spila körfubolta?
Eru myndir ekki dásamlegar? Þessi gæti sagt okkur meira en þúsund orð um komandi leiktíð hjá LA Lakers. Það er auðvelt að spá því að þetta verði erfiður vetur í LA, ef maður er neikvæður. Þetta erum við alltaf að tyggja, af því við höfum áhyggjur af málinu. Og þá sérstaklega:
Hvernig á Kobe Bryant, sem stundum virtist ekki bera virðingu fyrir sigursælasta þjálfara allra tíma í NBA deildinni, að bera virðingu fyrir Mike Brown?
Tölurnar tala sínu máli hjá Brown, hann hefur verið sigursæll og er hörku varnarþjálfari. En við munum öll hvernig sóknarleikurinn var hjá Cleveland. Og bar LeBron James virðingu fyrir þjálfaranum sínum?
Blaðamennirnir sem hafa það að atvinnu að fjalla um Los Angeles Lakers, og þeir eru fjandi margir, eiga eftir að sveima í kring um Brown eins og gammar í allan vetur. Og gildir þá einu hvort hann nær góðum árangri eða ekki.
Við skiljum enn ekki þessa ráðningu hjá Lakers. Bara skiljum hana ekki. Með fullri virðingu fyrir Mike Brown þjálfara.
Efnisflokkar:
Kobe Bryant
,
Lakers
,
Mike Brown