Sunday, December 11, 2011
Körfuboltaþjálfari LA Lakers er hress
Nýr þjálfari LA Lakers lifir sig aðeins meira inn í æfingarnar en forveri hans gerði. Mike Brown þarf heldur ekki að burðast um með fleiri meistarahringa en fingur hans geta borið.
Það verður hættulega áhugavert að sjá hvort Brown nær að gera eitthvað með Lakers-liðið. Og sérstaklega hvort Kobe Bryant muni bera einhverja virðingu fyrir honum.
Mamban myndi eflaust ekki hata að spila sóknartaktíkina sem Brown var með hjá Cleveland. LeBron fær boltann á toppnum, dripplar í 20 sekúndur og reynir svo erfitt skot eða kastar boltanum yfir völlinn og fær snertimarksstoðsendingu.
Kobe gæti skorað 40 stig að meðaltali í leik, það hefði ekkert að segja ef sóknarleikur liðsins yrði jafn hugmyndasnauður og hann var á tíðum hjá Cavaliers undir stjórn Brown.
Og hvað gerist nú ef Kobe þarf allt í einu að fara að deila boltanum með ekta leikstjórnanda? Við munum öll hvað það gekk rosalega vel árið 2004. Ah, allar þessar skemmtilegu spurningar.
Efnisflokkar:
Lakers
,
Mike Brown