Það er gaman að fylgjast með Nonna Mæju spila körfubolta. Hann spilar leikinn á dálítið öðru plani en þeir sem í kring um hann eru. Átti ekki sinn besta leik þegar Snæfell burstaði KR í gær, en það kom ekki að sök.
Hann lenti í óvenjulegu atviki í miðjum leik þegar hann bókstaflega gekk af sér skóinn. Hann bara rifnaði í tvennt.

Þessi uppákoma vakti mikla kátínu í stúkunni og þegar Jón Ólafur kom aftur inn á völlinn, nú klæddur í hvíta skó, sungu dömurnar í stúkunni:
"Nú er Nonn´á nýju skónum, nú er´að koma jól!"
Mjög skemmtilegt móment.

Mikið var gaman að koma í hólminn þó um haustleik væri að ræða.
