
Hvað um það. Það var létt yfir Hólmurum eins og venjulega og þeir buðu fulltrúa NBA Ísland velkominn í þetta innlit. Kannski séð aumur á ræflinum þar sem hann stóð hokinn með myndavélina.
Glöggir taka eftir þvi að það var leynigestur á æfingu hjá Snæfelli. Var þarna á sinni annari æfingu. Pilturinn heitir Marquis Hall og ku vera nokkuð vel að sér í körfuboltafræðunum.
Hann leit amk mjög vel út í augum okkar viðvaninganna og ekki var annað að heyra á Hólmurum að þeir væru sammála, enda stefna þeir hátt eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.