Hann Andray Blatche bilaðist eitthvað í kvöld. Jafnaði eigið stigamet með 36 stigum og átti einnig sitt besta kvöld í fráköstum með því að rífa niður 19.
Það í sjálfu sér er fínt, en það ótrúlega er að sextán þeirra voru í sókninni.
Sextán!
Það er félagsmet og líklega óvæntasta tölfræðiframlag vetrarins. Og þá er þrennan hans Chuck Hayes um daginn tekin með.
Sjáum að Kevin Love er þarna með Blatche á myndinni. 30/30 leikurinn hans var auðvitað rugl, en honum var trúandi til þess.
Blatche?
Ekki svo mikið.