Tuesday, March 15, 2011
New Jersey Nets er að spila körfubolta
New Jersey er aðeins að taka við sér og eftir að hafa lagt Boston í nótt hefur liðið unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í þrjú ár. Ekki annað hægt en eyrnamerkja Deron Williams megnið af þessari velgengni. Ekki verra að hafa leikstjórnanda sem veit hvað hann er að gera.
Á sama tíma er gamla liðið hans Williams í frjálsu falli. Utah var reyndar byrjað að skíta á sig nokkru áður en Williams fór, en þar á bæ þarf að taka hressilega til. Það er ósanngjarnt að dæma Tyrone Corbin sem þjálfara út frá örfáum leikjum þar sem hann er með mikið breytt lið sem stendur þar að auki í meiðslum. En hann er ekki að sýna að hann sé með þetta. Liðið er gjörsamlega andlaust.
Gaman að sjá að Denver er 8-2 síðan það skipti Carmelo Anthony til New York á meðan Knicks er að spila 50% bolta. Það er líka of snemmt að dæma um þetta, en stuðningsmenn Denver eru eflaust yfir sig ánægðir með stöðu mála í dag.