Ekkert sem skrifað hefur verið á þetta vefsvæði hefur fengið jafn dræmar undirtektir og efni sem tengist Cleveland Cavaliers eftir sumarið 2010. Við erum samt alltaf að hugsa um Cleveland.
En nú ætlum við að reyna að hætta því.
Það eina sem við viljum segja er að þessi klúbbur er sorglegur og leikmennirnir ættu að skammast sín.
Það getur vel verið að hafi verið meiðsli hjá liðinu og það virðist stundum skipað D-deildarmönnum í flestum stöðum, en að tapa 25 leikjum í röð og 35 af síðustu 36 er til háborinnar skammar.
LeBron James er ekki SVONA góður.
Farðu í rass og rófu, Cleveland. Megi stuðningsmennirnir finna sér annan klúbb til að halda með.