Við höfum barist við það í nokkra daga að skrifa ekki smá pistil og spá fyrir um lokasprettinn í Vesturdeildinni.
Það var fín ákvörðun að sleppa því. Þurfum ekki að gera okkur frekar að fíflum. Til hvers í ósköpunum að skrifa eitthvað um deild þar sem staðan í sætum 2-5 breytist fullkomlega á hverju kvöldi?
Við höfum því ákveðið að geyma þessi skrif aðeins og reyna frekar að líta gáfulega út þegar uppröðun liða í úrslitakeppnina liggur fyrir.
Þú getur hinsvegar leikið þér að því að kortleggja kapplaupið um annað sætið í Vestrinu ef þú nennir því.
Hérna fyrir neðan eru leikirnir sem eftir eru, en það eru góðar líkur á því að innbyrðisviðureignir liðanna eigi eftir að skera úr um lokaniðurstöðuna þegar upp verður staðið.
Gæti farið svo að öll átta liðin í úrslitakeppni Vesturdeildar verði með 50 sigra! Þetta verður rugl spennandi.
DENVER NUGGETS (52-27)
Home: San Antonio (April 10), Memphis (April 12)Away: Phoenix (April 13)
DALLAS MAVERICKS (51-27)
Home: San Antonio (April 14)Away: Portland (April 9), Sacramento (April 10), LA Clippers (April 12)
PHOENIX SUNS (51-27)
Home: Houston (April 11), Denver (April 13)Away: Oklahoma City (April 9), Utah (April 14)
UTAH JAZZ (51-28)
Home: Phoenix (April 14)Away: New Orleans (April 9), Golden State (April 13)