
Rafer Alston hefur verið sagt upp störfum hjá Miami.
Gleymdi að láta formlega vita þegar hann stakk af frá liðinu á dögunum. Er búinn að því núna.
Sagan sem hann kom með var í besta falli ofurraunsæ.
Rafer, eða "Skip 2 My Lou" eins og hann var kallaður í And 1 myndböndunum, var og er götukörfuboltamaður. Átti því alltaf erfitt uppdráttar í skipulagðri atvinnumennskunni.
Hann er líka óttalegur kjáni. Það hjálpar ekki.
* Já, þessi ósmekklega færsla mun stytta okkur leiðina til helvítis þegar að því kemur.