
Á myndinni hér til hliðar er staðan í fáránlega jafnri Vesturdeild. Má New Orleans við því að vera án Chris Paul í mánuð, þegar hvert tap þýðir dauði og djöfull? Varla.
Frábær janúar þýddi að Hornets var komið inn í myndina í úrslitakeppninni, en nú er hætt við að Oklahoma, Houston og Memphis(!) skríði jafnvel upp fyrir New Orleans í töflunni.
Þetta kapphlaup um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni verður all svakalegt. Það yrði gaman fyrir Oklahoma og/eða Memphis að slefa þarna inn og í raun fátt því til fyrirstöðu.
Ekkert ólíklegt að Jazz, Spurs, Blazers, Suns og New Orleans eigi eftir að drulla meira á sig fram á vor.