
*Reyndar er eitt lið þó hlutfallslega lélegra en Nets. Detroit Pistons. Við erum að reyna að ná frumvarpi í gegn um öldungadeildina sem myndi þýða að leikmenn Detroit yrðu sektaðir fyrir að stela súrefni frá öðru heiðarlegu fólki.
*LA Lakers þarf að spila oftar án Kobe Bryant. Lakers hefur unnið þrjá í röð án Kobe og það þykir okkur ekki hjálpa honum í MVP kapphlaupinu. Og Lamar Odom og Pau Gasol væru bestu framherjar allra tíma ef þeir fengju að spila oftar við Utah Jazz.
*Stephen Curry er á góðri leið með að toppa pabba sinn. Bauð upp á 36/10/13 þrennu í gær, sem er helvíti flott.
Curry spilar reyndar með Warriors - liði sem er þjálfað af manni sem fer með garðsláttuvél í byssubardaga. Það lítur alltaf helvíti sannfærandi út þegar maðurinn með garðsláttuvélina nær að grísa á að vinna bardagann - en það gerist ekki oft.
*Boston verður aldrei NBA meistari 2010. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki á því miðað við stöðuna í dag.
*Charlotte hefur ekkert við Tyson Chandler að gera. Ekki á meðan Nazr Mohammed býður upp á 20/20 leiki og sigurkörfur.