
Svo illa, að í kvöld var tilkynnt að kötturinn skemmtilegi Klói verði í byrjunarliði Austurdeildar í Al-stjörnuleiknum á sunnudaginn. Klói er eins og flestir vita andlit Kókómjólkurdrykkjarins ljúffenga.
Þetta er auðvitað haugalygi. Nema auðvitað parturinn um að Klói sé andlit drykkjarins.
Í kvöld var hinsvegar greint frá því að David Lee hjá New York tæki sæti Allen Iverson (persónulegar ástæður, eins og t.d. fullkomið áhugaleysi) í stjörnuleiknum og Dallas maðurinn Jason Kidd kæmi inn fyrir Kobe Bryant (fjölmeiddi).
Hvenær verður Larry Hughes kallaður inn?