Tuesday, February 9, 2010

George Hill finnst líka gaman að taka myndir af... hlutum


Við vorum einmitt að pæla í því í dag hvað George Hill væri búinn að standa sig vel hjá annars döpru liði San Antonio Spurs í vetur. Svo lesum við þetta.

Hill ákvað að feta í fótspor Greg Oden og bjóða einhverri stúlkukind upp á það að dreifa nektarmyndum af sér á netinu.

Hill fetaði líka í fótspor Oden þegar hann játaði allt saman og baðst afsökunar.

Hann er þar með þriðji NBA leikmaðurinn á tveimur mánuðum sem fær bágt fyrir að vera með hættuleg verkfæri á glámbekk - ef við teljum Gilbert Arenas með.

Hérna virðist vera að myndast skemmtilegt trend.