
Það er gaman að sjá Kaman þarna. Hann hefur ekki náð að gera LA Clippers að sómasamlegu körfuboltaliði frekar en nokkur maður síðan Sam Cassell gerði það hérna um árið, en Kaman er einn af fáum leikmönnum í NBA deildinni sem geta í raun og veru kallast miðherjar.
Þess má geta að Al Stjörnuleikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti.