Tuesday, January 19, 2010

Tuggur


Það er alltaf gaman að lesa mola og því við ákváðum að deila með ykkur nokkrum tuggum sem ráku á fjörur okkar af erlendum miðlum eftir helgina.

* LA Lakers er með 21 sigur og aðeins 3 töp þegar Pau Gasol er í liðinu. 11 sigra og 6 töp án hans.

* Orlando byrjaði leiktíðina 17-4 en er 9-11 síðan.


* Steve Nash er að skora 18,7 stig að meðaltali í leik. Metið hans á ferlinum er 18,8 stig (2006) og því er ekki útilokað að hann verði fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að toppa í stigameðaltali á ferlinum eftir 35. afmælisdag sinn.



* Memphis hefur unnið 16 leiki og tapað 6 síðan 1. desember. Það er þriðji besti árangurinn í deildinni á þessu tímaskeiði. Aðeins Cleveland og Lakers (19-6) eru með betri árangur síðan á fullveldisdaginn.

* Charlotte Bobcats er með sjö sigra og eitt tap á árinu 2010.

* Miami hefur aldrei dottið niður fyrir 50% vinningshlutfall í vetur. Nafnið er Wade. Dwyane Wade.

* New Orleans er 18-13 síðan Byron Scott var rekinn. Chris Paul missti úr átta af þessum leikjum.

*Chicago er tvisvar búið að vinna fjóra í röð og hefur lagt bæði Boston og Orlando síðan Vinny Del Negro var ekki rekinn eftir skituna gegn Sacramento forðum.

* Golden State vonast til að koma hinum skotglaða Monta Ellis í stjörnuleikinn í næsta mánuði. Það er ekki von, því Warriors átti síðast mann í stjörnuleiknum árið 1997. Já, það var Latrell Sprewell.

* New Jersey Nets er búið að vinna þrjá leiki og tapa 37. Það er nákvæmlega sami árangur og lélegasta lið sögunnar var með á sama tímapunkti. Lið Philadelphia, sem vann aðeins níu leiki veturinn 1972-73.