
Í dag er vika til jóla!. Hugsið ykkur bara. Jólaundirbúningurinn er nú kominn endanlega á fullt hjá okkur hérna á ritstjórninni og gleðin eftir því.
Öll leggjumst við á eitt við að reyna að gleðja hvort annað. Drekka svo mikið af malt og appelsín að við finnum á okkur. Gera eitthvað fyrir náungann. Fá niðurgang af lakkrístoppaofáti. Friður á jörð og hátíð í hjörtum. Amen.