
Huggulegt fyrir Sixers að fá meiðslum hrjáð lið Warriors í heimsókn til að stöðva þessa ljótu taphrinu. Warriors-lið sem var að spila fimmta útileik sinn í röð á einni viku. Lið sem var út-frákastað 59-26 í kvöld! Philadelphia hirti 25 sóknarfráköst. Skrítið að þeir hafi unnið....
Hvað um það. Við óskum Allen Iverson til hamingju með fyrsta sigur sinn með Sixers í hrikalega langan tíma. Liðið hafði ekki tapað þrettán leikjum í röð síðan á nýliðaári Iverson leiktíðina 1996-97.