
Cleveland burstaði Milwaukee 101-86 um daginn. Cleveland var -18 þegar
Shaquille O´Neal var inni á vellinum en skoraði þrjú á móti einu stigi Milwaukee þegar
Zydrunas Ilgauskas var inni á vellinum. Aðeins þrír miðherjar í byrjunarliði hafa verið með -15 eða meira í sigurleik á síðustu tíu árum.
Kwame Brown og
Mark Blount afrekuðu það.
Af hverju hefur byrjun
Phoenix Suns verið svo mikið í fréttunum, jafnvel þó liðið hafi tapað nokkrum leikjum illa undanfarna daga? Af því liðið er 15-6 og 15 af þessum 21 leik voru á útivelli.

Að sama skapi ber kannski að lesa varlega í 16-3 byrjun
LA Lakers. Aðeins 4 af fyrstu 19 leikjum Lakers hafa verið á útivelli. Við höfum reyndar alveg séð þetta áður og reynslan sýnir okkur að það er eiginlega alveg sama hvort liðið er heima eða úti. Lakers-vélin er sterk sem áður og virðist líkleg til að malla yfir allt og alla í Vesturdeildinni.
Atlanta hefur aaaðeins verið með bremsuför í brókunum síðustu daga eftir frábæra byrjun, en er samt 8-2 á móti liðum með 50% vinningshlutfall eða meira. Á hinum endanum í þessu litrófi eru meiðslakálfarnir í
San Antonio, en þeir eru aðeins 2-7 á móti liðum með 50+%

Við eigum bágt með að trúa því hvernig
Paul Westphal hefur náð að halda
Sacramento í kring um 50% vinningshlutfallið með lélegan mannskap og sinn mesta skorara á meiðslalistanum. Það er ekki bara
Tyreke Evans að þakka, en hann má alveg fá smá kúdós.
Og við eigum enn meira bágt með að trúa því hvernig heillum horfið lið New Orleans fór að því að vinna helminginn (4-4) af leikjunum sem Chris Paul missti af vegna ökklameiðslanna.
Ben Wallace er að spila ekki ósvipað og
Big Ben Wallace sem við munum eftir úr meistaraliði Detroit árið 2004. Það jafnast ekkert á við að koma heim aftur. Eða er það vatnið í Bílaborginni? Eitthvað hlýtur það að vera, þegar þú ert með
Svía brillerandi í byrjunarliðinu.
Og að lokum þurfa
Chicago, Philadelphia og Washington alvarlega að fara að pappíra sig. Þetta eru ekki einu liðin sem þurfa að kíkja upp í Papco (
*hóst*San Antonio*hóst*), en þetta eru lið sem eiga að vera á uppleið en ekki á leið í lotteríið.