Thursday, March 31, 2011
Wednesday, March 30, 2011
Það er ákveðið svægi í leik KR
Keflavík er ekki alveg Keflavík núna, þú skilur.
KR er komið í 2-0 og getur klárað heima fyrir helgi.
KR lætur ekkert á sig fá. Fipast ekki þó það fái á sig 10-0 sprett í Sláturhúsinu.
Varnarleikur Keflavíkur var á tíðum skelfilegur.
Það hjálpar að hafa Marcus Walker. Hann var með stolna bolta í leiknum þó það komi ekki fram á skýrslu.
Það voru smá læti. Það er gaman.
Líka gaman að horfa á Pavel spila þó hann tapi stundum óþarfa boltum.
Það er óvíst að Keflavík vinni einvígið með 23% nýtingu fyrir utan.
Hvaðan kom þetta svægi sem er komið í KR-liðið? Lið með svoleiðis eru hættuleg.
Þau vinna.
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Keflavík
,
KR
Tuesday, March 29, 2011
Stjarnan spilar körfubolta
Það er tvö núll. Fáir bjuggust við þessu. Kannski engir. Stjarnan náði sér í gott forskot sem Snæfell brúaði þegar skammt var eftir.
Héldum að heimamenn ætluðu að koka á þessu. Það benti allt til þess. Nema kannski Jovan. Guttinn var í ruglinu.
Serían er ekkert búin og verður eiginlega að verða lengri fyrir okkur sem elskum leikinn og höldum upp á bæði liðin.
Hve meiddir eru Burton og Amoroso? Hversu góða vörn er Stjarnan að spila? Hvernig stendur á því að staðan er 2-0? Væri gaman að vita svörin við þessum spurningum.
Kíktu á Sport.is til að skoða myndir og viðtöl. Þar var allt komið upp á mettíma og þaðan stálum við þessari mynd.
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Stjarnan
Monday, March 28, 2011
NBA Ísland spáir í þjálfaramálin:
Valið á þjálfara ársins í NBA deildinni er á margan hátt kjánalegra fyrirbæri en valið á verðmætasta leikmanni ársins. Hefð hefur myndast fyrir því undanfarin ár að þjálfari ársins sé sá maður sem nær að gera sæmilega hluti með skítalið, góða hluti með sæmilegt lið eða frábæra hluti með ágætt lið. Þannig er lítil hætta á því að Phil Jackson og Doc Rivers fái mikið af atkvæðum frekar en venjulega.
Það eru sjaldnast bestu þjálfararnir í deildinni sem hljóta þessi verðlaun, oftar eru það menn sem ná spútnikárangri yfir eitt eða tvö tímabil með lið sem spila yfir getu. Ári eða tveimur eftir að þjálfarinn fær verðlaunin, brennur hann upp í starfinu af því liðið hættir að spila yfir getu og er rekinn. Dæmin sem sanna þetta eru ótrúlega mörg undanfarin ár.
Það er því eins gott fyrir Scott Brooks að hann komi Oklahoma langt i annari umferð úrslitakeppninnar í vor og helst lengra, því eins og fordæmin sýna hafa menn ekki beinlínis verið langlífir eftir að hafa hlotið nafnbótina þjálfari ársins.
2009-10 Scott Brooks Oklahoma City ?
2008-09 Mike Brown Cleveland Rekinn
2007-08 Byron Scott New Orleans Rekinn
2006-07 Sam Mitchell Toronto Rekinn
2005-06 Avery Johnson Dallas Rekinn
2004-05 Mike D'Antoni Phoenix Fékk ekki samning
En hvaða þjálfarar eiga þá eftir að fá atkvæði í kjörinu í vor?
Ljóst er að Gregg Popovich á eftir að fá slatta af atkvæðum. Hann hefur náð hreint út sagt ótrúlegum árangri með San Antonio í vetur - lið sem margir tippuðu á að yrði í basli með að komast í úrslitakeppnina.
Liðið hefur stungið svo rosalega af í Vesturdeildinni að það gæti haldið toppsætinu þrátt fyrir að hafa fengið meiðsladrauginn aðeins í heimsókn að undanförnu. Það er ekki gott að segja hvernig Popovich fer að þessu. Hann fær kredit fyrir að breyta leikstíl liðsins og keyra upp hraðann í stað þess að hökta meira á hálfum velli eins og áður. Popovich fær fullt af atkvæðum í vor og gæti fengið flest.
Tom Thibodeau hefur staðið sig frábærlega hjá Chicago og verður að teljast afar líklegur kandídat í þjálfara ársins. Hann er búinn að gera nákvæmlega það sem ætlast var til af honum og fara langt fram úr væntingum á sínu fyrsta tímabili. Við vissum að Chicago yrði fínt lið en trúlega hefði enginn þorað að spá því svona góðu gengi.
Breyturnar eru ekki margar frá í fyrra. Jújú, það er kominn ógn í teiginn í formi Carlos Boozer, Derrick Rose er að spila eins og MVP og liðið er búið að fá nokkra brúklega varamenn, en Thibodeau er maðurinn sem hefur gert gæfumuninn. Hann er að gera það sem Scott Skiles og Vinny del Negro náðu ekki að gera hjá Chicago. Nú vantar bara að fylgja þessu eftir með góðum spretti í úrslitakeppninni.
Þrír þjálfarar eiga svo eftir að fá krúttstig í kjörinu að þessu sinni. George Karl hjá Denver á eftir að fá einhver atkvæði og má það alveg, því hann er að mörgu leyti búinn að vinna erfiðasta starfið af öllum þjálfurum í vetur.
Það var ótrúlegt að sjá hvernig hann náði að halda vitleysingahælinu saman í Carmelo Anthony ruglinu öllu saman og síðan hann losnaði við Melo hefur Denver tekið 14-4 rispu og er bara í fínum málum (meðan New York drullar á sig).
Nate McMillan hjá Portland á líka eftir að fá krúttatkvæði af því hann er þjálfari Portland. Þar eru alltaf 15 manns á meiðslalista en alltaf nær Nate að halda liðinu á virðingarverðum stað í deildinni og komast í úrslitakeppni.
Okkur finnst hallærislegt að gefa mönnum of mörg stig fyrir að halda sjó í mótlæti, en staðreyndin er nú bara sú að Nate er mjög góður þjálfari og það er synd að maðurinn skuli aldrei vera með heilt lið í höndunum.
Að lokum á Doug Collins hjá Philadelphia klárlega eftir að fá slatta af atkvæðum fyrir að koma Philadelphia á beinu brautina eftir utanvegaakstur undanfarinna ára.
Það hefur gengið illa að stilla saman strengi þarna hjá Sixers, enda hefur liðinu verið raðað hálf asnalega saman. Collins er að nýta styrkleika liðsins til hins ýtrasta og verður að fá bein fyrir það.
Erik Spoelstra hjá Miami fær trúlega einhver samúðaratkvæði, en ekki frá okkur. Það má kannski kalla hann góðan að vera enn með vinnu eftir að ljóst varð að Miami tapaði meira en tíu leikjum í vetur.
Ætli við myndum ekki gefa Thibodeau okkar atkvæði. Popovich kærir sig hvort sem er ekki um þau. Þá er bara að vona að bölvunin sem fylgt hefur verðlaununum verði ekki til þess að hann og Scott Brooks missi starfið.
En er nokkuð gaman að velta þessu fyrir sér nema taka fallbaráttuna líka?
Tossaþjálfarar ársins eru Scott Skiles hjá Milwaukee, Larry Drew hjá Atlanta, John Kuester hjá Detroit, Vinny del Negro hjá LA Clippers, Kurt Rambis hjá Minnesota og Byron Scott hjá Cleveland. Þú mátt velja hver þeirra fær tossaverðlaunin í ár, þeir hafa allir drullað upp á herðar í vetur, hver á sinn hátt.
Efnisflokkar:
Þjálfaramál
Sunday, March 27, 2011
Vangaveltur um verðmætasta leikmann ársins
Stan Van Gundy, þjálfari Orlando Magic, olli nokkru fjaðrafoki um daginn þegar hann hélt því fram að fjölmiðlar væru þegar búnir að ákveða að Derrick Rose hjá Chicago yrði valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vor.
Það er nokkuð til í þessu hjá Van Gundy, miðlarnir eru búnir að hampa Rose mikið í vetur, en málið er bara að drengurinn hefur unnið til þess. Hann hefur verið límið í þessu Chicago liði sem virðist komið til að vera meðal þeirra bestu í deildinni. Bæði Carlos Boozer og Joakim Noah misstu úr marga leiki í vetur en liðið missti ekki dampinn, þökk sé hinum unga leikstjórnanda.
Við skrifum líka mikið af velgengni Bulls á Tom Thibodeau þjálfara. Hann hefur heldur betur staðið sig vel á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Hann er maðurinn á bak við varnarleikinn sem tryggði Boston Celtics titilinn 2008 eins og flestir vita, en það er alls ekki gefið að aðstoðarþjálfari geti tekið þetta stökk. Hann vissi hvað hann var að gera þegar hann réði sig til Bulls. Þar var góður efniviður, sigurhefð og stór markaður.
Það er dálítið skrítið að standa frammi fyrir því að svona ungur leikmaður eins og Rose skuli koma svona sterklega til greina sem verðmætasti leikmaður ársins, en hann á bara skilið að vera í þessum pakka. Þú getur mótmælt því eins og þú vilt, það hlustar enginn á þig.
Hver ætti annars að fá þennan eftirsótta titil ef það er ekki Rose?
Þið vitið hvernig staðið er að valinu. Til að gera langa sögu stutta er sá maður valinn MVP sem stendur hvað mest upp úr hjá einu af liðunum sem eru að vinna í kring um 60 leiki. Þannig hefur þetta verið undanfarin ár og það breytist ekki í vor.
Fjölmiðlamenn reyna alltaf að koma einum og einum leikmanni frá miðlungsliði inn í umræðuna, en það er bara staðreynd að verðmætasti leikmaðurinn kemur frá einu af toppliðunum.
Ef þetta er haft að leiðarljósi, er ekki erfitt að rúlla yfir listann og skoða hverjir hafa staðið sig best hjá toppliðunum í deildinni og hvort þeir koma til greina sem MVP ef tekið er mið af valinu síðustu ár.
1. San Antonio - Enginn sem skarar fram úr. Of mikið lið.
2. Chicago - Derrick Rose er yfirburðamaður hjá spútnikliði vetrarins eins og komið hefur fram
3. LA Lakers - Ekki séns. Gasol ekki með nógu góðar tölur og Kobe með lægsta stigaskor sitt síðan ´04 og fæstar mínútur síðan árið 1998.
4. Boston - Sjá San Antonio. Rondo er besti maður liðsins í deildakeppninni, en hann hefur misst dampinn eftir rosalega byrjun. Kevin Garnett er búinn að líkjast 2008 útgáfunni af sér, en skilar ekki nógu góðum tölum.
5. Dallas - Dirk Nowitzki hefur spilað mjög vel í vetur, en missti úr nokkra leiki vegna meiðsla og er að spila fæstar mínútur síðan á nýliðaárinu sínu. Hann er samt að setja persónulegt met í skotnýtingu. Dirk fær einhver atkvæði en fær styttuna aldrei aftur, kannski sem betur fer fyrir hann.
6. Miami - Auðvitað hafa LeBron James og Dwyane Wade verið góðir eins og venjulega. James fær slatta af atkvæðum í MVP valinu og á þau alveg skilið. Hann er nú einu sinni besti körfuboltamaður í heimi frá október til maí. Samt erfitt að sjá hann hirða styttuna þriðja árið í röð, sérstaklega ef Chicago endar fyrir ofan Miami. Það er erfitt að fá MVP atkvæði ef þú ert ein af tveimur og hálfri ofurstjörnu í sama liðinu.
7. Oklahoma - Kevin Durant hefur ekki verið eins góður í vetur og hann var í fyrra. Fleiri tala hreinlega um Russell Westbrook sem MVP kandídat en Durant. Westbrook er búinn að vera rosalegur í vetur, en styttan fer ekki til Oklahoma þó þeir fóstbræður fái eflaust einhver atkvæði. Þeirra tími er ekki kominn enn.
8. Orlando - Dwight Howard hefur verið að spila nokkuð vel í vetur. Við verðum bara að gefa honum það. Orlando hefur hinsvegar veikst og er ekki lengur elítulið í Austurdeildinni. Howard mun fá slatta af atkvæðum í vor, en liðið hans er sem stendur með áttunda besta árangurinn í deildinni og það vinnur gegn honum.
Þegar við lítum yfir þennan lista, blasir tvennt við okkur. Annars vegar að kjörið á verðmætasta manni ársins verður ekki eins afgerandi og það hefur verið undanfarin ár og hinsvegar að það er rosalega erfitt að veðja á móti Derrick Rose.
Það var bara skrum þegar menn voru að tala um hann sem MVP kandídat framan af vetri, en í dag er það bara ofureðlilegt. Það skemmir heldur ekki fyrir honum að vera að vinna hvern leikinn á fætur öðrum fyrir Chicago að undanförnu.
Ef Chicago heldur dampi þessa c.a. 10 leiki sem eftir eru, yrðum við mjög hissa ef gengið yrði fram hjá Rose og þannig virðist landið liggja núna.
Efnisflokkar:
Derrick Rose
,
MVP
Saturday, March 26, 2011
Mullin Mars
Golden State hefur ekki unnið leik í San Antonio í 26 tilraunum. Ekki síðan í
febrúar árið 1997. Chris Mullin skoraði 18 stig fyrir Warriors í umræddum leik
og varamaðurinn Dominique Wilkins var stigahæstur hjá Spurs með 22 af bekknum.
Tim Duncan var þá enn að spila háskólakörfubolta með Wake Forest.
Vonbrigði
Við þurfum að gefa New York Knicks meiri tíma áður en við förum að skammast yfir gengi liðsins.
Það er samt allt of mikið fyrir svona lið að tapa fimm leikjum í röð og átta af níu þegar það á að heita í keppni um að fá gott sæti í úrslitakeppni.
Við vorum ekki sérstaklega hrifin af því fyrir hönd Knicks að kaupa Carmelo Anthony svo dýru verði. Höfðum áhyggjur af því að hann og Stoudemire ættu eftir að eiga erfitt með að spila saman og að taka hvor frá öðrum. Og það eru þeir að gera núna.
Sóknarleikur Knicks er ósköp vandræðalegur. Bættu við það slökum varnarleik og þá ertu kominn með það sem við erum að sjá frá Knicks núna.
Þeir þurfa meiri tíma, já já, en glansinn er klárlega farinn af skiptunum og farið er að heyrast baul. Skítt fyrir stuðningsmenn New York, sem eru ótrúlegir. Frábær stemmari í MSG í kvöld og mikil orka. Orka sem með öllu hefði átt að tryggja Knicks sigur á slöku liði Milwaukee. Svo var ekki.
Það er eitthvað off hjá þeim.
Líka hjá Milwaukee. Þetta lið lofaði nokkuð góðu í fyrravor og bætti við sig mannskap í sumar. Þetta lið á alls ekki að vera fyrir utan úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Það eru gríðarleg vonbrigði.
Meiðsli eða ekki, við óttumst að Skiles sé búinn að gera það sem hann getur með þetta lið. Hann byrjar jafnan vel og nær oft góðum hlutum út úr yngri leikmönnum sem þora ekki annað en vaða eld og brennistein fyrir hann. Skiles er yfirþyrmandi þjálfari, það eru mikil læti í honum og við höfum á tilfinningunni að leikmenn séu hættir að leggja sig fram fyrir hann. Við metum Skiles, en svona hefur þetta verið.
Það er alveg sama hvernig því er snúið, ef Milwaukee kemst ekki í úrslitakeppnina eins og útlit er fyrir, er liðið klárlega ein af vonbrigðum vetrarins.
Friday, March 25, 2011
Thursday, March 24, 2011
Ryan 209
Sú staðreynd að Grindavíkurliðið sé fallið úr leik í úrslitakeppninni þýðir auðvitað að við fáum ekki að sjá meira frá Ryan Pettinella í bili. Þar fer eftirtektarverður leikmaður. Hrikalegur í vexti og kjötaður, plássfrekur í teignum og með frekar óhefðbundinn í skotstíl svo ekki sér meira sagt. Það tók okkur nokkra stund að átta okkur á því á hvern (eða hverja) hann minnti okkur, en það kom fyrir rest.
Efnisflokkar:
Grindavík
Wednesday, March 23, 2011
Farvel meistari
"Þetta er orðið gott hjá ykkar manni. Best að leggja skóna á hilluna," sagði Nick Bradford á Twitter síðunni sinni í kvöld eftir að hans menn í Grindavík féllu úr leik í úrslitakeppninni þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni.
Líklega er það rétt. Líklega er þetta orðið gott hjá honum. Bradford hafði orð á því að þetta væri í fyrsta sinn sem hann upplifði að þurfa að vera áhorfandi í leik sem þessum. Sat á bekknum þegar allt var undir og fékk ekki að fara inn á völlinn.
Það er dálítið ósanngjarnt að skjóta fast á Bradford eftir síðustu leikina hans á Íslandi. Grindavíkurliðið var hálfgert kaos svona án leikstjórnanda og það dæmdist allt of mikið á Bradford að vera í boltakúnstum sem lappirnar á honum bjóða ekki lengur upp á og leikformið leyfði ekki.
Bradford verður fyrst og fremst minnst fyrir óslitna sigurgöngu hans með Keflavík á sínum tíma og ef til vill stórleikja hans með Grindavík í einvíginu við ofurlið KR fyrir tveimur árum.
Nick var og er risastór karakter sem var unun að fylgjast með, bæði þegar hann var að spila og þegar hann lét dæluna ganga. Hann er nú farinn heim til að kíkja á litla pjakkinn sinn. Vonandi kemur hann aftur einn daginn. Þeir koma ekki hingað á hverjum degi svona snillingar.
Efnisflokkar:
Heimabrugg
,
Nick Bradford
Heimabrugg: Nostradamus á NBA Ísland
Okkur leiðist það svakalega að tilkynna að við tippuðum rétt á leikina þrjá hér heima í kvöld.
Snæfell kláraði sitt dæmi þrátt fyrir smá hikst, Keflavík fór áfram á spá okkar einni saman virtist vera og því miður fyrir Grindvíkinga reyndist spá okkar um þá rétt, þeir höfðu ekki bein í nefinu til að klára þetta.
Grindavíkurliðið sem fyrr segir mjög öflugt en það er engin leið að vera að pönkast svona í úrslitakeppni án þess að vera með miðjubakvörð. Setti ekki skemmtilegan svip á seríuna fyrir okkur áhorfendur.
Við erum sammála Teiti, sigurinn sem Stjarnan vann í kvöld var mjög svo móralskur, en liðið verður að gera miklu miklu betur ef það ætlar sér stærri hluti. Það hlýtur að koma hjá þeim.
Það munaði ekki nema sekúndum að við hefðum séð suðurnesjalaus undanúrslit. Það hefði verið spes. Það hefði líka verið spes að sjá ÍR fara áfram, en liðið fékk meira en nógu góðan séns til að stela þessu í Kef í kvöld og á því ekki meira skilið.
Hvernig væri annars að ÍR-ingar færu aðeins að endurskoða sín mál aðeins? Eru þeir virkilega ekki orðnir þreyttir á því að spila alltaf eins og rollur nema í síðustu umferðunum og í fyrstu umferðinni? Alltaf skal ÍR dúkka upp með drullu skemmtilegt og sterkt lið á vorin, en alltaf skal vanta herslumuninn upp á að liðið fari áfram. Ár eftir ár eftir ár. Við værum hlaupandi á steinveggi ef við værum ÍR-fans. Höfum ekkert á móti ÍR, ekki fara að misskilja okkur, við bara áttum okkur ekki alveg á þessu. Það er eins og liðinu sé meinað að taka þetta skref.
Nú er Stjarnan að taka þetta skref. Hefur, eins og ÍR, náð að næla í bikarmeistaratitil nýlega, en hingað til hefur ekki tekist að taka skrefið í úrslitakeppni. Það er því skemmtilegt fyrir Teit og lærisveina hans að ná loks að brúa þetta bil.
Nú er ljóst að það í undanúrslitunum fáum við Snæfell-Stjarnan og KR-Keflavík. Þetta verður BARA skemmtilegt. Spáum í það þegar nær dregur. Þetta var frábært kvöld.
Efnisflokkar:
Grindavík
,
Heimabrugg
,
ÍR
,
Keflavík
,
Snæfell
Tuesday, March 22, 2011
Gaurinn með yfir-andann
Boston-penninn víðfrægi Bill Simmons fann fyrir skömmu upp nýtt hugtak yfir leikmann sem öll góð körfuboltalið þurfa að hafa í sínum röðum, gaurinn með yfir-andann eða irrational confidence guy.
Simmons segir að Vernon "Mad Max" Maxwell sem lék með Houston Rockets á sínum tíma sé fyrirliði allra í þessu liði, en sem dæmi um slíka menn í dag nefnir hann Jason Terry, Eddie House og Stephen Jackson.
"Þetta eru menn sem trúa því í hvert sinn sem þeir stíga inn á gólfið að þeir séu bestu leikmenn vallarins. Öll lið verða að hafa svona mann í sínum röðum en þú ert í vondum málum ef þessi gaur er besti eða næstbesti maðurinn í liðinu þínu," segir Simmons.
Skemmtileg kenning hjá honum og í framhaldi af þessu langar okkur að spyrja, hvaða íslensku leikmenn gætu flokkast sem Irrational Confidence Guy í sínum liðum?
Efnisflokkar:
Bill Simmons
Öllum er sama
Í fyrsta sinn á leiktíðinni er einhver að tala um Tim Duncan. Af því hann meiddist á ökkla í gær, vonandi ekki mikið.
Færri eru að velta sér upp úr því að Rudy Gay komi ekki meira við sögu hjá Grizzlies í vetur eftir að ljóst varð að hann þyrfti í uppskurð. Sami Rudy Gay og varð ríkur í sumar.
Lið þessara manna, San Antonio og Memphis, eru svipuð hvað það varðar að öllum er nákvæmlega sama um hvað þau eru að gera.
Öllum er sama um Spurs þangað til í maí af því það verða ekki fréttir að San Antonio sé að spila fyrr en í fyrsta lagi í annari umferð úrslitakeppninnar - og þó varla það.
Um Memphis er mönnum skítsama af því að þetta er jú Memphis. Liðið hefur verið að stríða okkur dæmalaust undanfarin misseri en nær aldrei að gera neitt. Á því verður tæplega breyting í vor með Gay í jakkafötunum. Furðulegt að skuli ekki vera hægt að gera betra lið úr þessum mannskap.
Nelson er með þetta þó hann sé á Maui
Uppáhalds þjálfari síðunnar Don Nelson tjáði sig heldur hressilega í útvarpsviðtali á einhverri lókalstöðinni í gær.
Þú nennir ekki að hlusta á viðtalið frekar en við, en eins og nútímablaðamanna er siður höfum við ákveðið að birta hér nokkra sniðuga punkta úr viðtalinu á frummálinu.
Fyrst var hann spurður af hverju hann hefði verið látinn fara frá Warriors á sínum tíma.
“I got fired when I asked him to (shoot underhanded),” Nelson said, and there was no follow-up question. Nelson maintained that he had Rick Barry lined up to instruct Biedrins.
In Nelson’s estimation, point guard Stephen Curry has taken a step back from his rookie season, and guard Monta Ellis didn’t want to accept the responsibilities of a point guard but is playing more like one than in his previous five seasons.
“I’m not planning to (coach anymore),” said Nelson, 70. “I love Maui. … I’m torn a little bit. I’ve had a couple of feelers already, just to check me out and see how I’m feeling. I don’t think that I will (coach again), but you never say, ‘never.’ “
Fleiri punktar:
– “I made the dumbest trade in my history when I traded (Mitch Richmond) for BillyOwens.”
– “I begged the (ownership) to keep Chris Webber and let me go … and I could have been in San Antonio and had Tim Duncan.”
– “I thought we should trade Patrick Ewing and whoever else it took to get Shaq (O’Neal, when Nelson was coach) in New York. The next day, someone told Patrick Ewing, and that was the end of my career there.”
Nánar og meira um málið hér
Monday, March 21, 2011
Heimabrugg: Stjarnan inni, Njarðvík ekki svo mikið
Við skelltum okkur í Ásgarðinn í gærkvöld og sáum Stjörnuna tryggja sér oddaleik gegn Grindavík.
Stjarnan vaknaði ekki fyrr en Pax var búinn að drilla 10 stigum í röð í byrjun en eftir það var leikurinn heimamanna.
Það verður bara að koma fram að þessi leikur var á löngum köflum hálfgert blackmetal. Það var vegna þess að það var ekkert flæði í honum. Grindavík, með þennan fína mannskap, er í algjöru puði allan leikinn af því liðið er ekki með leikstjórnanda.
Fyrir vikið fara andstæðingarnir að pressa þá út og suður og úr verður eitthvað sem ekki er hægt að kalla skemmtilegan körfubolta. Stjörnumenn eru stundum engu skárri, því boltinn á það til að límast allt of mikið við lúkurnar á Justin Shouse.
Stjörnumenn unnu leikinn í gær af því þeir vildu sigurinn meira en gestirnir. Spurning hvort það hungur nær til Grindavíkur á miðvikudaginn. Það verður rosalegur slagur.
Grindvíkingar eru að okkar mati með meira talent en Stjarnan er miklu meira lið. Það hefur verið dálítið í tísku að drulla yfir Nick Bradford að undanförnu og tala um að hann sé ekki í toppformi. Það er svo sem alveg rétt en hann er heldur ekki að spila sömu rullu og áður.
Þýðir ekkert að fussa yfir því að hann sé að skora lítið, það er ekki verið að spila mikið upp á hann. Töpuðu boltarnir hans sjö í þessum leik voru samt slæmir á að horfa, en hann þurfti að gera meira en honum var hollt af því að bera upp boltann og er of þungur á sér til þess.
Hræðilegt að horfa upp á Helga Jónas og Þorleif Ólafs í hversdagsklæðnaði á hliðarlínunni en ekki inni á vellinum. Þeir eru greinilega meiddir, annar myndu þeir ekki horfa upp á liðið sitt tapa 25 boltum - það eru fleiri en Njarðvík og KR töpuðu samanlagt í sinni viðureign.
Talandi um Njarðvík og KR. Ansi margir voru búnir að halda því fram að Njarðvík ætti eftir að slá KR út en annað kom á daginn. Svona er þetta stundum. Flott hjá KR að vinna seríuna svona sannfærandi - verðum að segja að það kom okkur líka nokkuð á óvart.
Það sem kom ekki á óvart var að Pavel vinur okkar subbaði upp 16 stiga, 18 frákasta og 9 stoðsendinga leik í Njarðvík. Það var hinsvegar lélegt hjá honum að klára ekki þrennuna og skítlélegt hjá honum að ná ekki jafn mörgum fráköstum og allir hinir KR-ingarnir til samans (19). Líklega verið off dagur hjá honum.
Sunday, March 20, 2011
Saturday, March 19, 2011
Friday, March 18, 2011
Thursday, March 17, 2011
Wednesday, March 16, 2011
Biðin stytt með Leið Okkar Allra
Spennan í pásunni fram að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar er óbærileg. Við leystum það með því að kíkja aftur á "Leið okkar allra" - heimildarmyndina um sögulega framgöngu Snæfellsliðsins á síðustu leiktíð.
Snæfell sópaði til sín öllum titlum sem máli skiptu á síðustu leiktíð og segja má að liðið hafi dregið körfuboltafána landsbyggðarinnar að húni. Það er með ólíkindum að lið frá svona litlu og afskekktu bæjarfélagi eins og Stykkishólmi skuli vera svona sigursælt, en í myndinni er einmitt farið ofan í saumana á starfinu hjá félaginu.
Þar er líka að finna skemmtileg viðtöl við leikmenn og þjálfara og með í pakkanum fylgir aukadiskur með þremur af eftirminnilegri leikjum Snæfells, bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík, oddaleiknum við KR og svo oddaleiknum við Keflavík í lokaúrslitunum, sem er einn eftirminnilegasti leikur síðari ára.
Það er tilvalið að skella þessari ræmu í tækið til að hita upp fyrir úrslitakeppnina, það á enn að vera hægt að fá hana í gegn um leikbrot.is. Það er rosalega gaman að einmitt þetta tímabil hafi orðið fyrir valinu hjá kvikmyndagerðarmönnunum, því svona öskubuskuævintýri gerast ekki á hverjum degi. Það er dýrmætt að eiga svona grip á plasti svo við getum rifjað upp góðar minningar með augunum, ekki bara í huganum. Þetta er frábært framtak og vonandi verða komandi tímabil fest á plast með svipuðum hætti.
Við höfum verið einstaklega heppin með lokaúrslitaeinvígin undanfarin ár og það verður ekki auðvelt fyrir liðin núna að toppa seríur eins og KR-Grindavík og Keflavík-Snæfell í fyrra. En samt er alltaf eins og karfan hér heima bjóði upp á hágæða drama og spennu. Megi það halda áfram sem lengst.
Rasshaus dagsins: Javale McGee
Þið vitið að við erum fylgjandi fallegum þrennum og útblásinni tölfræði hér á síðunni. Menn verða samt að fara fínt í þetta, grátandi upphátt. JaVale McGee sýnir hér hvernig á ekki að ná þrennu og fagna svo eins og móðursjúkur sæotur þó hann sé að skíttapa leiknum. Sýna smá klassa.
Mullin Mars
Það var fátt fallegra en að sjá Chris Mullin jarða þrist.
Eitthvað sérstakt við það að sjá örvhenta menn skjóta
og þar er Mullin í sérstöku uppáhaldi. Fegurð.
Subscribe to:
Posts (Atom)