Golden State hefur ekki unnið leik í San Antonio í 26 tilraunum. Ekki síðan í
febrúar árið 1997. Chris Mullin skoraði 18 stig fyrir Warriors í umræddum leik
og varamaðurinn Dominique Wilkins var stigahæstur hjá Spurs með 22 af bekknum.
Tim Duncan var þá enn að spila háskólakörfubolta með Wake Forest.