Tuesday, March 22, 2011

Öllum er sama


Í fyrsta sinn á leiktíðinni er einhver að tala um Tim Duncan. Af því hann meiddist á ökkla í gær, vonandi ekki mikið.

Færri eru að velta sér upp úr því að Rudy Gay komi ekki meira við sögu hjá Grizzlies í vetur eftir að ljóst varð að hann þyrfti í uppskurð. Sami Rudy Gay og varð ríkur í sumar.

Lið þessara manna, San Antonio og Memphis, eru svipuð hvað það varðar að öllum er nákvæmlega sama um hvað þau eru að gera.

Öllum er sama um Spurs þangað til í maí af því það verða ekki fréttir að San Antonio sé að spila fyrr en í fyrsta lagi í annari umferð úrslitakeppninnar - og þó varla það.

Um Memphis er mönnum skítsama af því að þetta er jú Memphis. Liðið hefur verið að stríða okkur dæmalaust undanfarin misseri en nær aldrei að gera neitt. Á því verður tæplega breyting í vor með Gay í jakkafötunum. Furðulegt að skuli ekki vera hægt að gera betra lið úr þessum mannskap.