Tuesday, March 22, 2011

Gaurinn með yfir-andann


Boston-penninn víðfrægi Bill Simmons fann fyrir skömmu upp nýtt hugtak yfir leikmann sem öll góð körfuboltalið þurfa að hafa í sínum röðum, gaurinn með yfir-andann eða irrational confidence guy.

Simmons segir að Vernon "Mad Max" Maxwell sem lék með Houston Rockets á sínum tíma sé fyrirliði allra í þessu liði, en sem dæmi um slíka menn í dag nefnir hann Jason Terry, Eddie House og Stephen Jackson.

"Þetta eru menn sem trúa því í hvert sinn sem þeir stíga inn á gólfið að þeir séu bestu leikmenn vallarins. Öll lið verða að hafa svona mann í sínum röðum en þú ert í vondum málum ef þessi gaur er besti eða næstbesti maðurinn í liðinu þínu," segir Simmons.

Skemmtileg kenning hjá honum og í framhaldi af þessu langar okkur að spyrja, hvaða íslensku leikmenn gætu flokkast sem Irrational Confidence Guy í sínum liðum?