Tuesday, March 29, 2011

Stjarnan spilar körfubolta


Það er tvö núll. Fáir bjuggust við þessu. Kannski engir. Stjarnan náði sér í gott forskot sem Snæfell brúaði þegar skammt var eftir.

Héldum að heimamenn ætluðu að koka á þessu. Það benti allt til þess. Nema kannski Jovan. Guttinn var í ruglinu.

Serían er ekkert búin og verður eiginlega að verða lengri fyrir okkur sem elskum leikinn og höldum upp á bæði liðin.

Hve meiddir eru Burton og Amoroso? Hversu góða vörn er Stjarnan að spila? Hvernig stendur á því að staðan er 2-0? Væri gaman að vita svörin við þessum spurningum.

Kíktu á Sport.is til að skoða myndir og viðtöl. Þar var allt komið upp á mettíma og þaðan stálum við þessari mynd.